Volkswagen hætt að keppast við að vera stærst Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 09:37 Matthias Müller forstjóri Volkswagen ætlar að taka til hjá fyrirtækinu. Autoblog Nýr forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, hefur horfið frá fyrra markmiði fyrirtækisins að verða stærsti bílaframleiðandi heims. Markmiðið nú er að hagnast á sölu bíla. Liður í því er að fækka þeim bílgerðum sem öll bílamerki Volkswagen bílasamstæðan framleiðir nú, en þær eru um 300 talsins. Það var mikið keppikefli fráfarandi forstjóra Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, þar sem Volkswagen náði því að framleiða flesta bíla á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Síðan þá hefur Toyota reyndar aftur náð forystunni og forstjórinn tapað starfinu. Núverandi markmið nýs forstjóra Volkswagen er að hlúa að þeim viðskiptavinum sem eiga þá bíla sem eru með svindlhugbúnað. Þegar það mál verður að baki er meiningin að straumlínulaga fyrirtækið sem meðal annars er fólgið í því að auka sjálfstæði hvers bílamerkis og hvers markaðssvæðis og hverfa frá þeirri miðstýringu sem við lýði hefur verið hjá þessum bílarisa. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent
Nýr forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, hefur horfið frá fyrra markmiði fyrirtækisins að verða stærsti bílaframleiðandi heims. Markmiðið nú er að hagnast á sölu bíla. Liður í því er að fækka þeim bílgerðum sem öll bílamerki Volkswagen bílasamstæðan framleiðir nú, en þær eru um 300 talsins. Það var mikið keppikefli fráfarandi forstjóra Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, þar sem Volkswagen náði því að framleiða flesta bíla á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Síðan þá hefur Toyota reyndar aftur náð forystunni og forstjórinn tapað starfinu. Núverandi markmið nýs forstjóra Volkswagen er að hlúa að þeim viðskiptavinum sem eiga þá bíla sem eru með svindlhugbúnað. Þegar það mál verður að baki er meiningin að straumlínulaga fyrirtækið sem meðal annars er fólgið í því að auka sjálfstæði hvers bílamerkis og hvers markaðssvæðis og hverfa frá þeirri miðstýringu sem við lýði hefur verið hjá þessum bílarisa.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent