Innlent

Tugir drukknuðu er flóttamannabátar sukku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunaraðgerðir voru umfangsmiklar en hundruð var bjargað.
Björgunaraðgerðir voru umfangsmiklar en hundruð var bjargað. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 22 létust í Eyjahafi þegar tveir bátar sukku á miðnætti í gær. Alls hafa 50 manns látist á svæðinu á undanförnum dögum.

Annar báturinn sökk nærri grísku eyjunni Kalymnos í Eyjahafi. Fjögur strandgæsluskip, þyrla og þrír aðrir bátar tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Alls var 138 bjargað þegar báturinn sökk en 19 drukknuðu.

Báturinn var gerður úr tré og sökk eftir að hann fékk á sig brotsjó. Skömmu áður drukknuðu þrír nærri eyjunni Ródos þegar annar bátur sökk. Sex var bjargað en þriggja er enn saknað.  Alls hafa um 50 manns látist á svæðinu undanfarna daga en á miðvikudaginn sökk bátur nærri eyjunni Lesbos. Grísk yfirvöld hafa hækkað tölu látinna í 16 en sögðu að 274 hefði verið bjargað.

Gríska eyjan Lesbos hefur borið hitann og þungan af straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið til Grikklands frá átakasvæðum í mið-Austurlöndum. Alls hafa 300.000 flóttamenn komið til eyjunnar á árinu, þar af þriðjungur eingöngu í október.


Tengdar fréttir

Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár

Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir.

Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos

Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×