Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 11:31 Volkswagen Passat. Volkswagen Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent