Tyrkir kaupa réttinn á smíði Saab 9-3 Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:54 Saab 9-3 Autoblog Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent