„Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2015 18:02 „Almenningur sér þessi mál hinsvegar bera hjá einsog stöku rotinn drumb í læk. Og þegar svona mál kemur upp segir innanríkisráðherra: Æ, hér urðu mistök, þetta verður lagað. Og allir hinir, sem ekki komust í fjölmiðla, sitja eftir.“ vísir/gva Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. Ljóst sé að þær stofnanir sem vinni að málefnum flóttafólks hér á landi sameinist um að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Einu úrræði hælisleitenda sé að fara með mál sín til fjölmiðla og leita þannig aðstoðar almennings.Stofnanirnar framleiði grimmd „Fólk sem ekki hefur unnið sérlega mikið með flóttamönnum segir að það hljóti að vera gott fólk útum allt: í Útlendingastofnun, í innanríkisráðuneytinu, í lögreglunni, í öllum stofnunum sem sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti. Það má vel vera. En það breytir engu um grimmdina sem þetta fólk framleiðir. Og ég verð að segja að mér er hjartanlega sama um þennan góða vilja þeirra sem eyðileggja líf annarra. Eyðileggingin er alveg jafn sár fyrir því, ef ekki sárari,“ segir Benjamín á Facebook-síðu sinni. Benjamín segir að ef allir flóttamenn fengju fjölmiðlaumfjöllun kæmist fátt annað að í fréttatímum. Því þurfi að velja og hafna hver það sé sem fari með málin til fjölmiðla. Oftast nær sé það einhver sem hafi litlu að tapa. Einhver sem sé á milli dauða og hælis.Benjamín Julian er talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir.„Ógeðsleg og niðurlægjandi starfsaðferð“ „Maður reynir að velja viðkunnanlegasta manninn á versta tímapunktinum til að tjá sig við fjölmiðla. Einhvern sem þarf ekki að óttast árásir á fjölskylduna heimafyrir ef hann tjáir sig opinberlega. Þetta er ógeðsleg og niðurlægjandi starfsaðferð. Hún er bein afleiðing af því að láta réttindi fólks og málsmeðferð ráðast af vinsældum,“ útskýrir Benjamín. „Almenningur sér þessi mál hinsvegar bera hjá einsog stöku rotinn drumb í læk. Og þegar svona mál kemur upp segir innanríkisráðherra: Æ, hér urðu mistök, þetta verður lagað. Og allir hinir, sem ekki komust í fjölmiðla, sitja eftir.“ Pistilinn ritar Benjamín meðal annars í tilefni af umfjöllun um albönsku fjölskylduna sem ekki fékk hæli hér á landi. Fjölmargir hafa krafist þess að fjölskyldan fái að dveljast hér en Útlendingastofnun segir ákvörðunina ekki verða endurskoðaða. Benjamín segir það ekki hafa komið sé á óvart. „Svona virkar kerfið, gott fólk, og í þetta skipti fáum við að sjá það. Fínt,“ segir hann.Albanska fjölskyldan: Aleka, Hasan, Laura, Janie og Petrit.Vísir/GVALagabreytinga þörf „En ég vil ekki taka þátt í þeim skrípaleik sem nú mun fara í gang, þegar pólitíkusar láta einsog mál þessara fjölskyldna séu svo voðalega sérstök að þau verðskuldi undanþágu. Það á ekki að brjóta reglurnar fyrir þessar fjölskyldur. Það verður að breyta reglunum.“ Hann segir ný útlendingalög engu eiga eftir að breyta fyrr en yfirvöld yfirfari afstöðu sína í málefnum flóttafólks. Á meðan eigi að hætta brottvísunum. „Það yrði að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Þetta, segja ráðamenn, mun ekki gerast. Hana nú. Þetta er þulan sem hefur verið kveðin hér á landi, að mestu án áheyrenda, í að minnsta kosti sjö ár. Fólk er ennþá að uppgötva grunnstaðreyndir málanna viku eftir viku. Ég er að reyna að sjá merki þess að núna séu þáttaskil, þótt ég sé ekki vongóður, því það væri hryllilegur dómur yfir landinu ef þetta heldur áfram í mörg ár í viðbót.“Lesa má pistil Benjamíns í heild hér fyrir neðan. Það er frekar niðurdrepandi að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. Eina úrræðið sem maður hefur er fjölmið...Posted by Benjamín Julian on 20. október 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. Ljóst sé að þær stofnanir sem vinni að málefnum flóttafólks hér á landi sameinist um að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Einu úrræði hælisleitenda sé að fara með mál sín til fjölmiðla og leita þannig aðstoðar almennings.Stofnanirnar framleiði grimmd „Fólk sem ekki hefur unnið sérlega mikið með flóttamönnum segir að það hljóti að vera gott fólk útum allt: í Útlendingastofnun, í innanríkisráðuneytinu, í lögreglunni, í öllum stofnunum sem sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti. Það má vel vera. En það breytir engu um grimmdina sem þetta fólk framleiðir. Og ég verð að segja að mér er hjartanlega sama um þennan góða vilja þeirra sem eyðileggja líf annarra. Eyðileggingin er alveg jafn sár fyrir því, ef ekki sárari,“ segir Benjamín á Facebook-síðu sinni. Benjamín segir að ef allir flóttamenn fengju fjölmiðlaumfjöllun kæmist fátt annað að í fréttatímum. Því þurfi að velja og hafna hver það sé sem fari með málin til fjölmiðla. Oftast nær sé það einhver sem hafi litlu að tapa. Einhver sem sé á milli dauða og hælis.Benjamín Julian er talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir.„Ógeðsleg og niðurlægjandi starfsaðferð“ „Maður reynir að velja viðkunnanlegasta manninn á versta tímapunktinum til að tjá sig við fjölmiðla. Einhvern sem þarf ekki að óttast árásir á fjölskylduna heimafyrir ef hann tjáir sig opinberlega. Þetta er ógeðsleg og niðurlægjandi starfsaðferð. Hún er bein afleiðing af því að láta réttindi fólks og málsmeðferð ráðast af vinsældum,“ útskýrir Benjamín. „Almenningur sér þessi mál hinsvegar bera hjá einsog stöku rotinn drumb í læk. Og þegar svona mál kemur upp segir innanríkisráðherra: Æ, hér urðu mistök, þetta verður lagað. Og allir hinir, sem ekki komust í fjölmiðla, sitja eftir.“ Pistilinn ritar Benjamín meðal annars í tilefni af umfjöllun um albönsku fjölskylduna sem ekki fékk hæli hér á landi. Fjölmargir hafa krafist þess að fjölskyldan fái að dveljast hér en Útlendingastofnun segir ákvörðunina ekki verða endurskoðaða. Benjamín segir það ekki hafa komið sé á óvart. „Svona virkar kerfið, gott fólk, og í þetta skipti fáum við að sjá það. Fínt,“ segir hann.Albanska fjölskyldan: Aleka, Hasan, Laura, Janie og Petrit.Vísir/GVALagabreytinga þörf „En ég vil ekki taka þátt í þeim skrípaleik sem nú mun fara í gang, þegar pólitíkusar láta einsog mál þessara fjölskyldna séu svo voðalega sérstök að þau verðskuldi undanþágu. Það á ekki að brjóta reglurnar fyrir þessar fjölskyldur. Það verður að breyta reglunum.“ Hann segir ný útlendingalög engu eiga eftir að breyta fyrr en yfirvöld yfirfari afstöðu sína í málefnum flóttafólks. Á meðan eigi að hætta brottvísunum. „Það yrði að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Þetta, segja ráðamenn, mun ekki gerast. Hana nú. Þetta er þulan sem hefur verið kveðin hér á landi, að mestu án áheyrenda, í að minnsta kosti sjö ár. Fólk er ennþá að uppgötva grunnstaðreyndir málanna viku eftir viku. Ég er að reyna að sjá merki þess að núna séu þáttaskil, þótt ég sé ekki vongóður, því það væri hryllilegur dómur yfir landinu ef þetta heldur áfram í mörg ár í viðbót.“Lesa má pistil Benjamíns í heild hér fyrir neðan. Það er frekar niðurdrepandi að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. Eina úrræðið sem maður hefur er fjölmið...Posted by Benjamín Julian on 20. október 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31