Hugarflug og agaður stíll Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2015 11:30 Sigurður Skúlason stendur fyrir Gyrðisvöku í Hannesarholti í kvöld. Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“ Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira