Í dag sneru Marty McFly og Doc Brown aftur til framtíðar en það gerðist á slaginu 16:29 í kvikmyndinni Back to the Future II. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá framtíðarsýn sem kom fram í myndinni og hvað rættist og hvað klikkaði.
Myndsímtöl, þrívíddartækni, fingrafaraskannar og fleira er meðal þess sem gekk fullkomlega upp á meðan faxtæki eru alls ekki jafn töff og gert var ráð fyrir. Fljúgandi bílar eru ekki til og ekki heldur sjálfþurrkandi föt. Framleiðsla á svifbrettum er ekki hafin en frumgerðir eru tilbúnar og nú er hægt að segja sömu sögu um sjálfreimandi skó.
Myndband af leikaranum að prófa skóna má sjá hér að neðan.