Bíó og sjónvarp

Michael J. Fox varð fyrstur til að prófa sjálfreimandi skó

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Michael J. Fox var vægast sagt hrifinn af skónum.
Michael J. Fox var vægast sagt hrifinn af skónum. myndir/youtube
„Þetta er klikkað,“ sagði Michael J. Fox, sá hinn sami og lék Marty McFly, en hann varð í dag fyrstur til að prófa sjálfreimandi skó frá Nike. Á skónum eru takkar sem sjá um að herða reimarnar að en einnig dugar að stíga í hælinn til að það gerist.

Í dag sneru Marty McFly og Doc Brown aftur til framtíðar en það gerðist á slaginu 16:29 í kvikmyndinni Back to the Future II. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá framtíðarsýn sem kom fram í myndinni og hvað rættist og hvað klikkaði.

Myndsímtöl, þrívíddartækni, fingrafaraskannar og fleira er meðal þess sem gekk fullkomlega upp á meðan faxtæki eru alls ekki jafn töff og gert var ráð fyrir. Fljúgandi bílar eru ekki til og ekki heldur sjálfþurrkandi föt. Framleiðsla á svifbrettum er ekki hafin en frumgerðir eru tilbúnar og nú er hægt að segja sömu sögu um sjálfreimandi skó.

Myndband af leikaranum að prófa skóna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×