Tiger: Ætla að blanda mér í baráttu þeirra bestu á ný 23. október 2015 12:00 Tiger er ekki búin að gefast upp þrátt fyrir erfið meiðsli. Getty. Tiger Woods tilkynnti golfheiminum fyrr í haust að hann hefði farið í nýja aðgerð á baki og myndi vera frá keppni út árið. Bakmeiðsli Woods hafa verið að plaga hann undanfarin tvö ár og hefur sveifla hans verið mjög óstöðug en hann átti mjög erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Hann talaði nýlega við Golf Channel um endurkomu sína eftir aðgerðina og hvaða væntingar hann hefur en margir hafa afskrifað þennan goðsagnakennda kylfing eftir dapurt gengi undanfarinna ára. „Ég mun ekki fara í sveiflubreytingar eftir aðgerðina. Markmiðið er að snúa til baka heilbrigður og það er það eina sem skiptir máli því þegar ég hef verið meiddur hefur mér gengið mjög illa.“ Woods talaði einnig um framtíðarmöguleika sína í baráttunni við bestu kylfinga heims. „Ég ætla að sjálfsögðu að reyna að blanda mér í baráttuna við Jordan Spieth, Rory McIlroy og Jason Day en ég verð að vera raunsær á hvenær ég get komið til baka. Það gæti tekið langan tíma en ég er bjartsýnn á að geta strítt þeim á ný.“ Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods tilkynnti golfheiminum fyrr í haust að hann hefði farið í nýja aðgerð á baki og myndi vera frá keppni út árið. Bakmeiðsli Woods hafa verið að plaga hann undanfarin tvö ár og hefur sveifla hans verið mjög óstöðug en hann átti mjög erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Hann talaði nýlega við Golf Channel um endurkomu sína eftir aðgerðina og hvaða væntingar hann hefur en margir hafa afskrifað þennan goðsagnakennda kylfing eftir dapurt gengi undanfarinna ára. „Ég mun ekki fara í sveiflubreytingar eftir aðgerðina. Markmiðið er að snúa til baka heilbrigður og það er það eina sem skiptir máli því þegar ég hef verið meiddur hefur mér gengið mjög illa.“ Woods talaði einnig um framtíðarmöguleika sína í baráttunni við bestu kylfinga heims. „Ég ætla að sjálfsögðu að reyna að blanda mér í baráttuna við Jordan Spieth, Rory McIlroy og Jason Day en ég verð að vera raunsær á hvenær ég get komið til baka. Það gæti tekið langan tíma en ég er bjartsýnn á að geta strítt þeim á ný.“
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira