Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 11:15 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri komst undan ógnandi ræningjum á hlaupum. Mynd/Loftmyndir.is Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag. Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag.
Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18