Tywin Lannister selur Mustanginn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:47 Klassískur Mustang, árgerð 1967, verður ekki lengur í eigu Charles Dance. Autoblog Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna. Game of Thrones Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent
Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna.
Game of Thrones Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent