Jaguar áformar rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:48 E-Page verður öllu minni en þessi F-Page jeppi. Autoblog Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent