Viðskipti erlent

Bretar hafna lækkun túrskattsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Breska þingið felldi tillögu um lækkun virðisaukaskatts af dömubindum og túrtöppum.
Breska þingið felldi tillögu um lækkun virðisaukaskatts af dömubindum og túrtöppum. Vísir/Getty
Tillaga hóps breskra þingmanna frá Verkamannaflokknum, Íhaldsflokknum og skoska Þjóðernisflokknum um að lækka skatt á dömubindi og túrtappa var í gærkvöldi felld í breska þinginu.

Gegn tillögunni kusu 305 en með henni 287 þingmenn. Ef tillagan hefði komist í gegn hefði Bretland þurft að semja við Evrópusambandið um lækkun virðisaukaskatts á vörurnar. Tollurinn á Bretlandi kallar dömubindi og túrtappa „óþarfa og lúxusvörur." Þess vegna er lagður 5% virðisaukaskattur á þær.

Almenningur hefur kallað eftir því að stjórnvöld afnemi þennan skatt. Það tókst þó ekki í þetta sinn. Fyrr í mánuðinum var tillaga á franska þinginu af svipuðu tagi einnig felld.


Tengdar fréttir

#Túrvæðingin

Það myndast oft líflegar umræður á Twitter en á þessu ári hafa notendur fengið sig fullsadda af feimninni og þekkingarleysingu í kringum blæðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×