Hundrað leikja byrjunarliðið frá Tampere Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 06:00 Hólmfríður bættist í hundrað leikja klúbbinn á mánudag. Vísir/Vilhelm Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira
Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira