Evrópulöndin greinir á um ströng mengunarmarkmið fyrir dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:26 Díswilbílamengun er miklu meiri en álitið var fyrir skömmu. Bílaframleiðendur hafa lengi stundað það að gefa upp óraunsæjar tölur. Autoblog Evrópusambandið hefur biðlað til aðildaríkja sambandsins að koma sér saman um þau markmið sem raunhæf eru varðandi leyfilega mengun bíla á næstu árum. Mjög skiptar skoðanir eru í einstaka löndum hvað þetta varðar. Sem dæmi vilja yfirvöld í Danmörku setja bílaframleiðendum þröngar skorður á meðan yfirvöld í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi vilja meiri slaka. Markmiðið hjá Evrópusambandinu eru að samræma bæði reglur og mælingar fyrir alla bíla og að sú mæling fari fram við raunverulegar aðstæður. Með því væri uppgefin mengun bíla ekki frá bílaframleiðendum sjálfum komin heldur frá óháðum aðila. Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur komið í ljós að bílaframleiðendur virðast engan vegin ná þeim markmiðum í mengun sem sett hafa verið af Evrópusambandinu og dísilbílar flestra framleiðenda menga fjórum til fimm sinnum meira en uppgefið er frá þeim sjálfum. Því hafa bílaframleiðendur óskað eftir tilslökun hjá sambandinu á næstu árum svo hægt sé að þróa mengunarvarnarbúnað fyrir dísilbíla sem uppfyllir þessi skilyrði. Samræmdar mælingar óháðs aðila munu hefjast á næsta ári. Markmið Evrópusambandsins hefur verið að mengun dísilbíla sé ekki meiri en 80 mg/km, en hefur gefið í skyn að 60% tilslökun á því verði í gildi fram til september árið 2019, þá falli hún niður í 20% í tiltekinn tíma uns hún taki fullt gildi. Bílaframleiðendur á Ítalíu hafa lengst gengið fram í óskum um tilslakanir og hafa óskað eftir því að í tvö ár megi mengunin vera þreföld, eða 240 mg/km, en ólíklegt er að Evrópusambandið gangi svo langt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Evrópusambandið hefur biðlað til aðildaríkja sambandsins að koma sér saman um þau markmið sem raunhæf eru varðandi leyfilega mengun bíla á næstu árum. Mjög skiptar skoðanir eru í einstaka löndum hvað þetta varðar. Sem dæmi vilja yfirvöld í Danmörku setja bílaframleiðendum þröngar skorður á meðan yfirvöld í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi vilja meiri slaka. Markmiðið hjá Evrópusambandinu eru að samræma bæði reglur og mælingar fyrir alla bíla og að sú mæling fari fram við raunverulegar aðstæður. Með því væri uppgefin mengun bíla ekki frá bílaframleiðendum sjálfum komin heldur frá óháðum aðila. Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur komið í ljós að bílaframleiðendur virðast engan vegin ná þeim markmiðum í mengun sem sett hafa verið af Evrópusambandinu og dísilbílar flestra framleiðenda menga fjórum til fimm sinnum meira en uppgefið er frá þeim sjálfum. Því hafa bílaframleiðendur óskað eftir tilslökun hjá sambandinu á næstu árum svo hægt sé að þróa mengunarvarnarbúnað fyrir dísilbíla sem uppfyllir þessi skilyrði. Samræmdar mælingar óháðs aðila munu hefjast á næsta ári. Markmið Evrópusambandsins hefur verið að mengun dísilbíla sé ekki meiri en 80 mg/km, en hefur gefið í skyn að 60% tilslökun á því verði í gildi fram til september árið 2019, þá falli hún niður í 20% í tiltekinn tíma uns hún taki fullt gildi. Bílaframleiðendur á Ítalíu hafa lengst gengið fram í óskum um tilslakanir og hafa óskað eftir því að í tvö ár megi mengunin vera þreföld, eða 240 mg/km, en ólíklegt er að Evrópusambandið gangi svo langt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent