„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 18:00 Sýrlenska stúlkan Julia sem hefur verið á flótta næstum hálfa ævi sína. mynd/kinan kadouni Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
„Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02