Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsso skrifar 10. október 2015 11:00 Ólafía slær hér inn á flötina. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34