Veistu hvað mig dreymdi? Berglind Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 07:00 Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki. Hvað þá eitthvað óútskýranlegt eins og drauma sem ekki einu sinni fróðustu vísindamenn botna nokkuð í. Spurningin „veistu hvað mig dreymdi?“ er líka versta spurning allra tíma. Heldur fólk í alvöru að maður viti það? Eðlilegra væri að spyrja hvort viðmælandi hefði áhuga á draumnum, svarið gæti þá verið nei og daglegt amstur allra gæti haldið áfram. En sumt fólk virðist sannfært um að aðrir hafi áhuga á þessum undirmeðvitundar-ævintýrum og geta masað látlaust um þau. Að sjálfsögðu eru þetta stórmerkileg fyrirbæri og að vissu leyti skil ég þörfina fyrir það að þurfa að monta sig af afrekum sínum í hetjulegum draumi eða jafnvel fletta draumförunum upp í draumráðningabók og komast að því að maður á líklegast von á sendibréfi eða snöggu fráfalli náins vinar. Ein ágætis leið til þess að segja frá draumum sínum án þess að hlustendur loki strax eyrunum er að segja „heyrðu, mig dreymdi þig í nótt“ jafnvel þótt viðkomandi hafi þar hvergi komið við sögu. Hann hlustar þá kurteislega á meðan hann bíður spenntur eftir innkomu sinni í söguna. Er svo reyndar illa svekktur þegar þú segir bara frá því að þig hafi dreymt að þú værir að labba allsber á Laugaveginum og þakkar svo fyrir þig. En draumurinn komst til skila og það er það sem skiptir máli. Einu draumar annarra sem ég hef áhuga á að heyra um eru draumar sem fæstir myndu þora að segja frá, eins og til dæmis „mig dreymdi þig í nótt, við vorum að ríða“. OK. Segðu mér meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki. Hvað þá eitthvað óútskýranlegt eins og drauma sem ekki einu sinni fróðustu vísindamenn botna nokkuð í. Spurningin „veistu hvað mig dreymdi?“ er líka versta spurning allra tíma. Heldur fólk í alvöru að maður viti það? Eðlilegra væri að spyrja hvort viðmælandi hefði áhuga á draumnum, svarið gæti þá verið nei og daglegt amstur allra gæti haldið áfram. En sumt fólk virðist sannfært um að aðrir hafi áhuga á þessum undirmeðvitundar-ævintýrum og geta masað látlaust um þau. Að sjálfsögðu eru þetta stórmerkileg fyrirbæri og að vissu leyti skil ég þörfina fyrir það að þurfa að monta sig af afrekum sínum í hetjulegum draumi eða jafnvel fletta draumförunum upp í draumráðningabók og komast að því að maður á líklegast von á sendibréfi eða snöggu fráfalli náins vinar. Ein ágætis leið til þess að segja frá draumum sínum án þess að hlustendur loki strax eyrunum er að segja „heyrðu, mig dreymdi þig í nótt“ jafnvel þótt viðkomandi hafi þar hvergi komið við sögu. Hann hlustar þá kurteislega á meðan hann bíður spenntur eftir innkomu sinni í söguna. Er svo reyndar illa svekktur þegar þú segir bara frá því að þig hafi dreymt að þú værir að labba allsber á Laugaveginum og þakkar svo fyrir þig. En draumurinn komst til skila og það er það sem skiptir máli. Einu draumar annarra sem ég hef áhuga á að heyra um eru draumar sem fæstir myndu þora að segja frá, eins og til dæmis „mig dreymdi þig í nótt, við vorum að ríða“. OK. Segðu mér meira.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun