Stórmyndin Pan sögð mesta klúður ársins Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 10:51 Hugh Jackman og Levi Miller leika Svartskegg og Pétur Pan í þessari nýju stórmynd. Vísir/IMDb Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur. Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur.
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira