Stórmyndin Pan sögð mesta klúður ársins Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 10:51 Hugh Jackman og Levi Miller leika Svartskegg og Pétur Pan í þessari nýju stórmynd. Vísir/IMDb Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira