Winterkorn úr öllum áhrifastöðum Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:58 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent