Winterkorn úr öllum áhrifastöðum Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:58 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent