Flaggskipið VW Phaeton verður rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2015 14:23 Volkswagen Phaeton. Autoblog Volkswagen hefur framleitt stóra fólksbílinn Phaeton frá árinu 2002 og allar götur síðan þá hefur hann verið flaggskip Volkswagen og þeirra dýrasti bíll. Aldrei hefur sala hans náð neinu flugi og flestir lengi beðið eftir fréttum þess efnis að Volkswagen hætti framleiðslu hans, þrátt fyrir að þar fari geysilega vel smíðaður bíll sem settur er saman meira og minna í höndunum. Hann hefur frá upphafi verið á lægra verði en hann þyrfti að vera til að smíði hans borgaði sig og því ættu eigendur hans að fá mikið fyrir peninginn, þó svo bíllinn sé ekki ódýr. Phaeton hefur boðist með öflugum bensín- og dísilvélum fram að þessu en nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun, reyndar eftir dísilvélasvindlið, að hann verði eingöngu rafmagnsbíll. Volkswagen ætlar greinilega að gefa sér langan tíma að gera bílinn sem best úr garði því ekki stendur til að markaðssetja hann sem rafmagnsbíl fyrr en árið 2020 og því stefnir í nokkuð langt framleiðsluhlé. Phaeton á að komast langt á hverri hleðslu og er talað um allt að 500 km. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Volkswagen hefur framleitt stóra fólksbílinn Phaeton frá árinu 2002 og allar götur síðan þá hefur hann verið flaggskip Volkswagen og þeirra dýrasti bíll. Aldrei hefur sala hans náð neinu flugi og flestir lengi beðið eftir fréttum þess efnis að Volkswagen hætti framleiðslu hans, þrátt fyrir að þar fari geysilega vel smíðaður bíll sem settur er saman meira og minna í höndunum. Hann hefur frá upphafi verið á lægra verði en hann þyrfti að vera til að smíði hans borgaði sig og því ættu eigendur hans að fá mikið fyrir peninginn, þó svo bíllinn sé ekki ódýr. Phaeton hefur boðist með öflugum bensín- og dísilvélum fram að þessu en nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun, reyndar eftir dísilvélasvindlið, að hann verði eingöngu rafmagnsbíll. Volkswagen ætlar greinilega að gefa sér langan tíma að gera bílinn sem best úr garði því ekki stendur til að markaðssetja hann sem rafmagnsbíl fyrr en árið 2020 og því stefnir í nokkuð langt framleiðsluhlé. Phaeton á að komast langt á hverri hleðslu og er talað um allt að 500 km.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent