Flaggskipið VW Phaeton verður rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2015 14:23 Volkswagen Phaeton. Autoblog Volkswagen hefur framleitt stóra fólksbílinn Phaeton frá árinu 2002 og allar götur síðan þá hefur hann verið flaggskip Volkswagen og þeirra dýrasti bíll. Aldrei hefur sala hans náð neinu flugi og flestir lengi beðið eftir fréttum þess efnis að Volkswagen hætti framleiðslu hans, þrátt fyrir að þar fari geysilega vel smíðaður bíll sem settur er saman meira og minna í höndunum. Hann hefur frá upphafi verið á lægra verði en hann þyrfti að vera til að smíði hans borgaði sig og því ættu eigendur hans að fá mikið fyrir peninginn, þó svo bíllinn sé ekki ódýr. Phaeton hefur boðist með öflugum bensín- og dísilvélum fram að þessu en nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun, reyndar eftir dísilvélasvindlið, að hann verði eingöngu rafmagnsbíll. Volkswagen ætlar greinilega að gefa sér langan tíma að gera bílinn sem best úr garði því ekki stendur til að markaðssetja hann sem rafmagnsbíl fyrr en árið 2020 og því stefnir í nokkuð langt framleiðsluhlé. Phaeton á að komast langt á hverri hleðslu og er talað um allt að 500 km. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
Volkswagen hefur framleitt stóra fólksbílinn Phaeton frá árinu 2002 og allar götur síðan þá hefur hann verið flaggskip Volkswagen og þeirra dýrasti bíll. Aldrei hefur sala hans náð neinu flugi og flestir lengi beðið eftir fréttum þess efnis að Volkswagen hætti framleiðslu hans, þrátt fyrir að þar fari geysilega vel smíðaður bíll sem settur er saman meira og minna í höndunum. Hann hefur frá upphafi verið á lægra verði en hann þyrfti að vera til að smíði hans borgaði sig og því ættu eigendur hans að fá mikið fyrir peninginn, þó svo bíllinn sé ekki ódýr. Phaeton hefur boðist með öflugum bensín- og dísilvélum fram að þessu en nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun, reyndar eftir dísilvélasvindlið, að hann verði eingöngu rafmagnsbíll. Volkswagen ætlar greinilega að gefa sér langan tíma að gera bílinn sem best úr garði því ekki stendur til að markaðssetja hann sem rafmagnsbíl fyrr en árið 2020 og því stefnir í nokkuð langt framleiðsluhlé. Phaeton á að komast langt á hverri hleðslu og er talað um allt að 500 km.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent