„Við söngvararnir hlæjum og skemmtum okkur konunglega allan daginn“ Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2015 11:30 Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum. Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira