Túristar farnir að bjóða í verk gömlu meistaranna Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2015 10:53 Jóhann Hansen og verk eftir Ásgrím Jónsson (1876-1968) - Þingvallabærinn frá 1906. Verðmat 2.500.000 - 3.000.000. Gallerí Fold efnir til annars listaverkauppboðs haustsins næsta mánudag. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen hjá Fold eru nú óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp, vatnslitaverk og olíuverk. „Þá eru verk eftir Eirík Smith á uppboðinu, Hafstein Austmann og nokkur eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hring Jóhannesson. Einnig má nefna málverk eftir Hallgrím Helgason, Gunnellu, Þuríði Sigurðardóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur, módelmynd eftir Sigurbjörn Jónsson og gott úrval af verkum eftir Tolla.“ Það verk sem metið er verðmætast að þessu sinni er eftir Ásgrím Jónsson og er það metið á 2,5 til 3 milljónir. Jóhann Ágúst segir að athygli hafi vakið, á síðasta uppboði, að dýrasta verkið keyptu erlendir ferðamenn. „Parið hafði sótt sýningu á Kjarvalsstöðum fyrr um daginn og hrifist af gamla meistaranum. Starfsfólk safnsins benti þeim á að hugsanlega væru einhver verk til sölu í Gallerí Fold. Rétt áður en uppboðið hófst duttu þau inn og fengu að skoða verkin sem átti að fara að bjóða upp og féllu fyrir stóru Kjarvalsverki. Þau sátu svo allt uppboðið og buðu í verkið með hjálp starfsmanns Gallerís Foldar og hrepptu hnossið.“Óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp.En, aftur að því úrvali sem finna má á uppboðinu nú. Ein mynd eftir Dieter Roth, þrykk, verður boðin upp en það telst alltaf til tíðinda. Þá eru nokkrar myndir eftir Kristján Davíðsson, frá ýmsum tímum ferilsins og verk eftir Braga Ásgeirsson og Georg Guðna. Þá er geometra eftir Valtý Pétursson er einnig meðal uppboðsverka. „Af verkum gömlu meistaranna kennir ýmissa grasa,“ segir Jóhann. „Alls verða fimm verk eftir Kjarval boðin upp, landslagsverk en einnig fullveldisplatti frá 1918. Þrjú verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafnarmynd frá Reykjavík, módelmynd og portrett. Tvær olíumyndir verða boðnar upp eftir Jón Stefánsson, sjálfsmynd og Esjumynd. Ennfremur verk eftir Þórarin B. Þorláksson, málað í Hvammssveit. Elsta verkið á uppboðinu er verkið Frá Hvammi í Hvammssveit eftir Þórarinn B. Þorláksson frá 1904.“ Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Gallerí Fold efnir til annars listaverkauppboðs haustsins næsta mánudag. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen hjá Fold eru nú óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp, vatnslitaverk og olíuverk. „Þá eru verk eftir Eirík Smith á uppboðinu, Hafstein Austmann og nokkur eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hring Jóhannesson. Einnig má nefna málverk eftir Hallgrím Helgason, Gunnellu, Þuríði Sigurðardóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur, módelmynd eftir Sigurbjörn Jónsson og gott úrval af verkum eftir Tolla.“ Það verk sem metið er verðmætast að þessu sinni er eftir Ásgrím Jónsson og er það metið á 2,5 til 3 milljónir. Jóhann Ágúst segir að athygli hafi vakið, á síðasta uppboði, að dýrasta verkið keyptu erlendir ferðamenn. „Parið hafði sótt sýningu á Kjarvalsstöðum fyrr um daginn og hrifist af gamla meistaranum. Starfsfólk safnsins benti þeim á að hugsanlega væru einhver verk til sölu í Gallerí Fold. Rétt áður en uppboðið hófst duttu þau inn og fengu að skoða verkin sem átti að fara að bjóða upp og féllu fyrir stóru Kjarvalsverki. Þau sátu svo allt uppboðið og buðu í verkið með hjálp starfsmanns Gallerís Foldar og hrepptu hnossið.“Óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp.En, aftur að því úrvali sem finna má á uppboðinu nú. Ein mynd eftir Dieter Roth, þrykk, verður boðin upp en það telst alltaf til tíðinda. Þá eru nokkrar myndir eftir Kristján Davíðsson, frá ýmsum tímum ferilsins og verk eftir Braga Ásgeirsson og Georg Guðna. Þá er geometra eftir Valtý Pétursson er einnig meðal uppboðsverka. „Af verkum gömlu meistaranna kennir ýmissa grasa,“ segir Jóhann. „Alls verða fimm verk eftir Kjarval boðin upp, landslagsverk en einnig fullveldisplatti frá 1918. Þrjú verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafnarmynd frá Reykjavík, módelmynd og portrett. Tvær olíumyndir verða boðnar upp eftir Jón Stefánsson, sjálfsmynd og Esjumynd. Ennfremur verk eftir Þórarin B. Þorláksson, málað í Hvammssveit. Elsta verkið á uppboðinu er verkið Frá Hvammi í Hvammssveit eftir Þórarinn B. Þorláksson frá 1904.“
Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira