Innlent

Yfir þúsund manns á biðlista eftir aðgerðum

Lilý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra sem hafa farið í verkfall það sem af er ári.
Hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra sem hafa farið í verkfall það sem af er ári. vísir/vilhelm
Yfir þúsund manns eru á biðlistum eftir aðgerð á Landspítalanum en verkföll starfsmanna hafa sett starfsemina ítrekað úr skorðum. Verkfallsdagarnir eru orðnir 78 á tæpu ári. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Páll Matthíassonmynd/lsh
Tæpt ár er síðan verkföll starfsmanna hófust en læknar riðu á vaðið þann 27. október í fyrra. Skurðlæknar hófu sínar aðgerðir í byrjum nóvember. Félög BHM fóru í verkfall í apríl á þessu ári og fylgdu hjúkrunarfræðingar á eftir þeim í maí. Verkfall starfsmanna í SFR stendur nú yfir. Suma daga voru fimm starfstéttir í verkfalli á sama tíma.

„Ég vil sérstaklega nefna biðlista í liðskiptaaðgerðir á bæklunardeildinni hjá okkur en sá biðlisti er kominn í yfir þúsund manns. Það er eitthvað sem gengur ekki,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. „Stjórnvöld hafa sýnt þessu skilning og sett afmarkað fé í það að vinna niður biðlistana en þá verður að vera vinnufriður til þess.“

„Þetta er ófremdarástand og auðvitað gengur það ekki að starfssemi þjóðarsjúkrahússins sé trufluð trekk í trekk og við verðum að vinna að því að finna leiðir til að hindra að slíkt gerist.“


Tengdar fréttir

Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi

Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. ­Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir.

Uppselt á bráðamóttökuna

Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×