Tækifæriskvæði Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2015 12:30 Þórunn Sigurðardóttir, sagnfræðingur Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira