Skapti og Skafti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 2. október 2015 07:00 Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar