Flóttafólki vísað aftur til Ítalíu þó aðstæður þar séu óviðunandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 20:31 Flóttamaður fær sér matarbita í flóttamannabúðum skammt frá Róm. vísir/epa Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12