Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2015 08:08 Vegurinn að bænum Skaftárdal síðdegis í gær. Þar er ófært. VÍSIR/Friðrik Þór Halldórsson Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01