Veisla í anda Snorra 3. október 2015 09:15 Jónas Árnason bjó í Reykholti og hafði mikið gildi fyrir staðinn. Því þykir mér vænt um þessa mynd,“ segir Bergur. Mynd Guðlaugur Óskarsson Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn. Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn.
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira