Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. október 2015 19:05 Christian hefur beðið í þrjú ár eftir því að mál hans verði tekið fyrir. Mynd/Stöð 2 Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira