Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 15:33 Brúnni yfir Eldvatn hefur verið lokað. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015 Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47