Hamagangur auðnarinnar heillar Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 10:00 Max Rockatansky er stórhættulegur á bakvið stýrið. Vísir Eins lengi og ég man eftir mér hefur ákveðin bölvun legið yfir tölvuleikjum sem gerðir eru eftir kvikmyndum. Langflestir þeirra hafa einfaldlega verið hræðilegir. Þó eru auðvitað til undantekningar eins og Spider-man 2, Goldeneye og nú Mad Max. Leikurinn fjallar um Max Rockatansky og ferðir hans um auðnina sem heimurinn varð að eftir að vatnið kláraðist og heimsstyrjöld skall á. Myndin byggir ekki á sögu kvikmyndarinnar Mad Max: Fury Road heldur styðst hann við sama söguheim. Mad Max kemst í hann krappann og missir allt sitt í hendur stríðsherrans Scabrous Scrotus, sem Max særir þó illilega. Þá hittir hann fyrir bifvélavirkjann Chumbucket, sem er skringilega líkur Gollum, og saman vinna þeir að því að byggja hinn fullkomna bíl. Bílinn ber nafnið Magnum Opus og er mögulegt að breyta honum á mikla vegu, bæði að utan sem og undir húddinu. Hins vegar ber að hafa í huga að það að setja gadda utan á bílinn, getur haft áhrif á þyngd hans og akstur.Brjálæðið skilar sér Þá er hægt að ræna bílum af öðrum og svo þarf auðvitað alltaf að passa upp á að bensíntankurinn tæmist ekki. Einnig þarf að finna vatn og mat, sem yfirleitt þarf að berjast um. Leikurinn er stórskemmtilegur og brjálæðið sem einkenndi Fury road einkennir leikinn að miklu leyti.Mad Max byggir að mestu á því að berjast við aðra á bílum og annars konar farartækjum. Þó felur stór hluti leiksins í sér að berjast við menn með höndunum og vopnum eins og byssum og kylfum. Bardaga kerfi leiksins svipar mjög til annarra leikja frá Warner Bros eins og Arkham seríunni um Batman og Shadow of Mordor. Þar þarf að ýta á rétta takka þegar óvinir ráðast til atlögu, svo kallað counter, og ná sem flestum höggum í röð til að öðlast meiri kraft.Bardagakerfi Mad Max byggir á öðrum leikjum Warner Bros, eins og Batman og Shadow of Mordor.Stýrið röngu megin Eins og margir muna ef til vill eftir þá er Mad Max ástralskur og þar komum við að því sem er án efa stærsti galli leiksins. Það er nánast ómögulegt að venja sig á að setjast upp í bíl hægra megin. Ekki það að það sé ekki hægt að setjast „réttu megin“ inn, en það tekur bara aðeins lengri tíma. Þegar heil bílalest af svokölluðum Warboys kemur manni á óvart þar sem maður er að aftengja jarðsprengju, skiptir hver sekúnda máli. En sé öllu gamni slepptu þá er endurtekning helsti galli Mad Max. Heimurinn er gríðarlega stór og það er alltaf hægt að finna nýja hluti til að gera og ný verkefni til að leysa. Þau líkjast þó hvoru öðru um of. Graffík leiksins er góð og uppbygging auðnarinnar er skemmtileg. Þá er talsetning leiksins einnig góð, þó Tom Hardy tali ekki fyrir Max. Leikurinn nýtur sín þó best í bílaeltingaleikjum og bardögum við illa innrætta vígamenn auðnarinnar, sem berjast fyrir mismunandi stríðsherra. Í þeim hamagangi þrífst Mad Max Rockatansky best. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Eins lengi og ég man eftir mér hefur ákveðin bölvun legið yfir tölvuleikjum sem gerðir eru eftir kvikmyndum. Langflestir þeirra hafa einfaldlega verið hræðilegir. Þó eru auðvitað til undantekningar eins og Spider-man 2, Goldeneye og nú Mad Max. Leikurinn fjallar um Max Rockatansky og ferðir hans um auðnina sem heimurinn varð að eftir að vatnið kláraðist og heimsstyrjöld skall á. Myndin byggir ekki á sögu kvikmyndarinnar Mad Max: Fury Road heldur styðst hann við sama söguheim. Mad Max kemst í hann krappann og missir allt sitt í hendur stríðsherrans Scabrous Scrotus, sem Max særir þó illilega. Þá hittir hann fyrir bifvélavirkjann Chumbucket, sem er skringilega líkur Gollum, og saman vinna þeir að því að byggja hinn fullkomna bíl. Bílinn ber nafnið Magnum Opus og er mögulegt að breyta honum á mikla vegu, bæði að utan sem og undir húddinu. Hins vegar ber að hafa í huga að það að setja gadda utan á bílinn, getur haft áhrif á þyngd hans og akstur.Brjálæðið skilar sér Þá er hægt að ræna bílum af öðrum og svo þarf auðvitað alltaf að passa upp á að bensíntankurinn tæmist ekki. Einnig þarf að finna vatn og mat, sem yfirleitt þarf að berjast um. Leikurinn er stórskemmtilegur og brjálæðið sem einkenndi Fury road einkennir leikinn að miklu leyti.Mad Max byggir að mestu á því að berjast við aðra á bílum og annars konar farartækjum. Þó felur stór hluti leiksins í sér að berjast við menn með höndunum og vopnum eins og byssum og kylfum. Bardaga kerfi leiksins svipar mjög til annarra leikja frá Warner Bros eins og Arkham seríunni um Batman og Shadow of Mordor. Þar þarf að ýta á rétta takka þegar óvinir ráðast til atlögu, svo kallað counter, og ná sem flestum höggum í röð til að öðlast meiri kraft.Bardagakerfi Mad Max byggir á öðrum leikjum Warner Bros, eins og Batman og Shadow of Mordor.Stýrið röngu megin Eins og margir muna ef til vill eftir þá er Mad Max ástralskur og þar komum við að því sem er án efa stærsti galli leiksins. Það er nánast ómögulegt að venja sig á að setjast upp í bíl hægra megin. Ekki það að það sé ekki hægt að setjast „réttu megin“ inn, en það tekur bara aðeins lengri tíma. Þegar heil bílalest af svokölluðum Warboys kemur manni á óvart þar sem maður er að aftengja jarðsprengju, skiptir hver sekúnda máli. En sé öllu gamni slepptu þá er endurtekning helsti galli Mad Max. Heimurinn er gríðarlega stór og það er alltaf hægt að finna nýja hluti til að gera og ný verkefni til að leysa. Þau líkjast þó hvoru öðru um of. Graffík leiksins er góð og uppbygging auðnarinnar er skemmtileg. Þá er talsetning leiksins einnig góð, þó Tom Hardy tali ekki fyrir Max. Leikurinn nýtur sín þó best í bílaeltingaleikjum og bardögum við illa innrætta vígamenn auðnarinnar, sem berjast fyrir mismunandi stríðsherra. Í þeim hamagangi þrífst Mad Max Rockatansky best.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira