Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. október 2015 07:00 Ágústa Eva Erlendsdóttir verður einn af fjórum dómurum í Ísland Got Talent. Vísir/Valli Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30