Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 08:00 Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. vísir/vilhelm „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill. Hinsegin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill.
Hinsegin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira