Yrsa um fráfall Mankell: Rosalega stór rithöfundur og dáður víða Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2015 11:37 Yrsa Sigurðardóttir segist sjálf ekki hafa lesið mikið eftir Henning Mankell. Vísir/Daníel/AFP Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“ Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“
Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14