Sprengjan sem aldrei sprakk Sigríður Jónsdóttir skrifar 6. október 2015 13:30 Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Þorsteinn Bachmann leikarar. Vísir/Vilhelm Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í Tjarnarbíói. Háaloftið sýnir. Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kristín Pétursdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Una Stígsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Sveinn Geirsson. Lýsing: Arnþór Þórsteinsson.Þann 4. október síðastliðinn hefði Svava Jakobsdóttir orðið 85 ára og leikfélagið Háaloftið minntist þessarar merku konu með að frumsýna eitt af hennar frægustu leikverkum í Tjarnarbíói á þessum sama degi. Lokaæfing fjallar um flótta hjónanna Ara og Betu undan yfirvofandi og mögulega ímynduðum hörmungum heimsins en leikverkið gerist í neðanjarðarbyrgi sem Ari hefur hannað og útbúið í kjallara þeirra. Handritið hefur tekið ákveðnum breytingum en hópurinn vinnur með uppfærðan texta frá 1987 sem Svava skrifaði og með leyfi rétthafa gera þau einnig nokkrar lagfæringar. Með núverandi heimsmynd, sem iðulega er skilgreind út frá ótta og utanaðkomandi hættu, í huga er áhugavert að taka kjarnorkusprengjuna út úr leikritinu og færa óttann í víðara samhengi. En útkoman er síður en svo góð. Í staðinn fyrir háskerpu samtímans verða allar kringumstæður gruggugar og verkið veikist fyrir vikið. Lokasetning sýningarinnar vekur þannig furðu í stað þess að hamra skilaboðin heim en hún hefur verið færð frá Betu og sett fram sem tilkynning í útvarpi, þessi ákvörðun verður að skrifast á leikstjórann. Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir leika lífshræddu hjónin. Í byrjun sýningar ná þau vel saman og skapa nokkuð sterkan grunn fyrir það sem koma skal. En því miður fara sprungur fljótlega að koma í ljós en þau aftengjast hvort öðru of snemma og ná tengingunni aldrei aftur. Ákveðni og stjórnsemi Ara birtist helst sem tilfinningaleysi í leik Þorsteins sem er heldur tilbrigðalaus. Elma Lísa nálgast Betu frá hinum pólnum og tekur allan tilfinningaskalann. Stundum gengur það upp, sérstaklega við miðbik sýningar, en geðshræringin nær hámarki of snemma. Lilja, píanónemandi Betu, er leikin af Kristínu Pétursdóttur sem er fín í sínu litla hlutverki þó að búið sé að klippa út fallegan kafla úr verkinu sem útskýrir samband hennar og Betu betur. Sviðsmyndin er í höndum Stígs Steinþórssonar og er ágæt en gullfallega stigann sem leiðir upp á yfirborðið ber þar hæst. Hugmyndin um að byggja búr utan um hjónin er skemmtileg og einnig að takmarka gólfplássið til að undirstrika óþægilegu nándina sem hjónin koma sér ekki undan. En að sama skapi liggur vandamálið í naumhyggjunni því sviðsmyndin virkar frekar tóm heldur en einangrandi og er skringilega tímalaus. Una Stígsdóttir sér um búningana sem virðast spretta úr svipuðu tímaleysi og sviðsmyndin. Ari og Beta klæðast gamaldags íþróttagöllum og þegar þau skipta í fínni fötin virðast þau vera í eldri kantinum, sem verður enn augljósara þegar Lilja mætir á svæðið í töluvert nútímalegri klæðnaði. Tónlist og hljóðmynd er í höndum Sveins Geirssonar en hvoru tveggja er undarlega komið fyrir í sýningunni, stundum koma hljóðin að utan en á öðrum stöðum frá rýminu sjálfu. Þessi óregla verður frekar óþægileg, sömuleiðis verður notkunin á útvarpinu óskýr. Leikstjórnina skortir alla dýpt og áhættu, Tinna skautar yfir átökin í verkinu í staðinn fyrir að kafa á eftir þeim. Ari og Beta eru ætíð furðulega kurteis þó að tilfinningalegt ástand þeirra fari síversnandi með hræðilegum afleiðingum. Þegar Lilja birtist er gerð bókstafleg tilraun til að dýfa tánni út fyrir rammann sem gengur ekki upp. Þó að stiginn tilkomumikli hreinlega blasi við er hann sjaldan virkjaður og sýningin mallar áfram án þess að ná suðupunkti. Áhorfendur verða að trúa togstreitu hjónanna og þá sérstaklega á ákvörðun Betu um að húka í byrginu með Ara en í staðinn sitjum við uppi með skilningsleysi í bland við örlítil leiðindi.Niðurstaða: Kraftlaus sýning sem líður fyrir útþynnt handrit og ófrumlega leikstjórn. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í Tjarnarbíói. Háaloftið sýnir. Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kristín Pétursdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Una Stígsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Sveinn Geirsson. Lýsing: Arnþór Þórsteinsson.Þann 4. október síðastliðinn hefði Svava Jakobsdóttir orðið 85 ára og leikfélagið Háaloftið minntist þessarar merku konu með að frumsýna eitt af hennar frægustu leikverkum í Tjarnarbíói á þessum sama degi. Lokaæfing fjallar um flótta hjónanna Ara og Betu undan yfirvofandi og mögulega ímynduðum hörmungum heimsins en leikverkið gerist í neðanjarðarbyrgi sem Ari hefur hannað og útbúið í kjallara þeirra. Handritið hefur tekið ákveðnum breytingum en hópurinn vinnur með uppfærðan texta frá 1987 sem Svava skrifaði og með leyfi rétthafa gera þau einnig nokkrar lagfæringar. Með núverandi heimsmynd, sem iðulega er skilgreind út frá ótta og utanaðkomandi hættu, í huga er áhugavert að taka kjarnorkusprengjuna út úr leikritinu og færa óttann í víðara samhengi. En útkoman er síður en svo góð. Í staðinn fyrir háskerpu samtímans verða allar kringumstæður gruggugar og verkið veikist fyrir vikið. Lokasetning sýningarinnar vekur þannig furðu í stað þess að hamra skilaboðin heim en hún hefur verið færð frá Betu og sett fram sem tilkynning í útvarpi, þessi ákvörðun verður að skrifast á leikstjórann. Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir leika lífshræddu hjónin. Í byrjun sýningar ná þau vel saman og skapa nokkuð sterkan grunn fyrir það sem koma skal. En því miður fara sprungur fljótlega að koma í ljós en þau aftengjast hvort öðru of snemma og ná tengingunni aldrei aftur. Ákveðni og stjórnsemi Ara birtist helst sem tilfinningaleysi í leik Þorsteins sem er heldur tilbrigðalaus. Elma Lísa nálgast Betu frá hinum pólnum og tekur allan tilfinningaskalann. Stundum gengur það upp, sérstaklega við miðbik sýningar, en geðshræringin nær hámarki of snemma. Lilja, píanónemandi Betu, er leikin af Kristínu Pétursdóttur sem er fín í sínu litla hlutverki þó að búið sé að klippa út fallegan kafla úr verkinu sem útskýrir samband hennar og Betu betur. Sviðsmyndin er í höndum Stígs Steinþórssonar og er ágæt en gullfallega stigann sem leiðir upp á yfirborðið ber þar hæst. Hugmyndin um að byggja búr utan um hjónin er skemmtileg og einnig að takmarka gólfplássið til að undirstrika óþægilegu nándina sem hjónin koma sér ekki undan. En að sama skapi liggur vandamálið í naumhyggjunni því sviðsmyndin virkar frekar tóm heldur en einangrandi og er skringilega tímalaus. Una Stígsdóttir sér um búningana sem virðast spretta úr svipuðu tímaleysi og sviðsmyndin. Ari og Beta klæðast gamaldags íþróttagöllum og þegar þau skipta í fínni fötin virðast þau vera í eldri kantinum, sem verður enn augljósara þegar Lilja mætir á svæðið í töluvert nútímalegri klæðnaði. Tónlist og hljóðmynd er í höndum Sveins Geirssonar en hvoru tveggja er undarlega komið fyrir í sýningunni, stundum koma hljóðin að utan en á öðrum stöðum frá rýminu sjálfu. Þessi óregla verður frekar óþægileg, sömuleiðis verður notkunin á útvarpinu óskýr. Leikstjórnina skortir alla dýpt og áhættu, Tinna skautar yfir átökin í verkinu í staðinn fyrir að kafa á eftir þeim. Ari og Beta eru ætíð furðulega kurteis þó að tilfinningalegt ástand þeirra fari síversnandi með hræðilegum afleiðingum. Þegar Lilja birtist er gerð bókstafleg tilraun til að dýfa tánni út fyrir rammann sem gengur ekki upp. Þó að stiginn tilkomumikli hreinlega blasi við er hann sjaldan virkjaður og sýningin mallar áfram án þess að ná suðupunkti. Áhorfendur verða að trúa togstreitu hjónanna og þá sérstaklega á ákvörðun Betu um að húka í byrginu með Ara en í staðinn sitjum við uppi með skilningsleysi í bland við örlítil leiðindi.Niðurstaða: Kraftlaus sýning sem líður fyrir útþynnt handrit og ófrumlega leikstjórn.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira