Bruggar bjór í frítíma sínum Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Haukur Hannesson hefur unnið hjá AGR síðan árið 2001. Vísir/Stefán AGR og Reynd sameinuðu krafta sína í byrjun ágúst og var Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri AGR, skipaður framkvæmdastjóri nýsameinaða fyrirtækisins. Haukur segir sameininguna leggjast mjög vel í sig. „Við höfum unnið í mörg ár mjög náið með Reynd, þannig að þetta fittar vel saman,“ segir hann. AGR-Reynd mun bjóða Dynamics NAV viðskiptalausnir samhliða vörustjórnunarlausnum AGR á innlendum og erlendum markaði. Sameinað félag verður með starfsemi í Bretlandi og Danmörku en öll þróun fer fram hérlendis. Meirihluti tekna fyrirtækisins kemur frá útlöndum. AGR hefur selt lausnir sínar til rúmlega 20 landa og þjónustar fyrirtækið meðal annars Le Creuset, BoConcept, og IKEA í Sádi-Arabíu. Haukur er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá AGR í tæp 15 ár. Hann byrjaði í vörustjórnunarráðgjöf árið 2001 og sinnti því starfi fyrstu árin. Hann tók svo við sem framkvæmdastjóri árið 2007. Kona Hauks er Sigríður María Tómasdóttir og eiga þau tvö börn, Kára Tómas, 13 ára, og Sunnu, 9 ára. Haukur segist verja miklu af frítímanum í að sinna börnunum. „Svo er ég í Skagaskokkinu sem er hlaupahópur, þetta er gamall vinahópur sem hittist alltaf á laugardagsmorgnum og hleypur saman,“ segir Haukur. Fjölskyldan spilar mikið golf, mest hérlendis. „Áhugamál með fjölskyldunni er að koma öllum af stað í golfinu. Strákurinn er byrjaður í þessu þannig að stelpan er sú eina sem er eftir. Hún er kannski fullung í það ennþá,“ segir Haukur. Bjórbruggun er einnig eitt af áhugamálum Hauks. Hann segist hafa verið með bjórdellu í eitt, tvö ár og brugga bjórinn alveg frá grunni. „Við erum einmitt að halda sameiningarpartí á fimmtudaginn þar sem við munum fá bjór sem ég bruggaði heima hjá mér,“ segir Haukur. Íslenskur bjór Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
AGR og Reynd sameinuðu krafta sína í byrjun ágúst og var Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri AGR, skipaður framkvæmdastjóri nýsameinaða fyrirtækisins. Haukur segir sameininguna leggjast mjög vel í sig. „Við höfum unnið í mörg ár mjög náið með Reynd, þannig að þetta fittar vel saman,“ segir hann. AGR-Reynd mun bjóða Dynamics NAV viðskiptalausnir samhliða vörustjórnunarlausnum AGR á innlendum og erlendum markaði. Sameinað félag verður með starfsemi í Bretlandi og Danmörku en öll þróun fer fram hérlendis. Meirihluti tekna fyrirtækisins kemur frá útlöndum. AGR hefur selt lausnir sínar til rúmlega 20 landa og þjónustar fyrirtækið meðal annars Le Creuset, BoConcept, og IKEA í Sádi-Arabíu. Haukur er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá AGR í tæp 15 ár. Hann byrjaði í vörustjórnunarráðgjöf árið 2001 og sinnti því starfi fyrstu árin. Hann tók svo við sem framkvæmdastjóri árið 2007. Kona Hauks er Sigríður María Tómasdóttir og eiga þau tvö börn, Kára Tómas, 13 ára, og Sunnu, 9 ára. Haukur segist verja miklu af frítímanum í að sinna börnunum. „Svo er ég í Skagaskokkinu sem er hlaupahópur, þetta er gamall vinahópur sem hittist alltaf á laugardagsmorgnum og hleypur saman,“ segir Haukur. Fjölskyldan spilar mikið golf, mest hérlendis. „Áhugamál með fjölskyldunni er að koma öllum af stað í golfinu. Strákurinn er byrjaður í þessu þannig að stelpan er sú eina sem er eftir. Hún er kannski fullung í það ennþá,“ segir Haukur. Bjórbruggun er einnig eitt af áhugamálum Hauks. Hann segist hafa verið með bjórdellu í eitt, tvö ár og brugga bjórinn alveg frá grunni. „Við erum einmitt að halda sameiningarpartí á fimmtudaginn þar sem við munum fá bjór sem ég bruggaði heima hjá mér,“ segir Haukur.
Íslenskur bjór Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira