Megum ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 06:00 Freyr fyrir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, og Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, eru í landsliðshóp Freys Alexanderssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017. Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi í gær. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis, og Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, detta úr hópnum. „Ferðalagið frá Bandaríkjunum þar sem Berglind er í skóla er nógu langt til Íslands þannig að okkur finnst of langt að hún ferðist þaðan og til Makedóníu. Guðrún fellur úr hópnum þar sem okkur vantar ekki svo marga varnarmenn í þessi verkefni,“ segir Freyr við Fréttablaðið um breytinguna. Guðmunda Brynja, sem hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár á að baki níu landsleiki og eitt mark en Svava Rós er nýliði. Hún var í byrjunarliði U23 árs liðs Íslands gegn Póllandi í byrjun árs og á að baki 24 leiki fyrir U19 og U17.Svava Rós kemur inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn.vísir/andri marinóTölfræðin að trufla Íslenska liðið var miklu betra en það hvítrússneska í fyrsta leik liðsins í undankeppninni sem vannst, 2-0. Þar vantaði sárlega upp á betri færanýtingu stelpnanna okkar, en miðað við yfirburðina úti á vellinum átti leikurinn að vinnast stærra. „Aðstoðarþjálfarinn minn, Ásmundur Haraldsson, er gamall framherji sem þekkir þetta og saman vinnum við í þessu. Þetta snýst allt um sjálfstraust hjá framherjum. Stelpurnar voru að koma sér í færi og gera allt rétt þannig að við munum nálgast þetta þannig að við vinnum með framherjana í verkefninu á þann hátt að þær fái sjálfstraust. Við viljum að þær viti hvað þær eigi að gera á vellinum og líði vel,“ segir Freyr. Aðalframherji liðsins núna er Harpa Þorsteinsdóttir, markavélin sem spilar með Stjörnunni. Þótt hún raði inn mörkum hér heima gengur henni ekki jafn vel í landsleikjum. Harpa hefur „aðeins“ skorað átta mörk í 52 leikjum með íslenska liðinu. „Þessi tölfræði er mögulega að trufla hana,“ segir Freyr. „Það er alveg eðlilegt því hún er framherji og vill skora og hafa tölfræðina flotta. Þetta hefur samt ekkert með gæði hennar að gera því hún er að fá færi og búa þau til sjálf og gera vel. Það er bara okkar að hjálpa henni. Við höfum fulla trú á Hörpu. Það vantar ekkert upp á það.“Íslenska stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni.vísir/vilhelmHalda sér í jafnvægi Freyr viðurkenndi á fundinum að lið Slóveníu hefði komið sér á óvart þegar hann sá það spila fyrsta leikinn í undankeppninni. Hann segir liðið það þriðja besta í riðlinum og lykilleik upp á framhaldið. Þessi ferð er mjög mikilvæg til að halda liðinu á fullu húsi. „Þetta mun reyna á okkur. Við erum búin að tala um ferðina og undirbúa okkur vel. Við höfum talað um að bera virðingu fyrir öllum verkefnum,“ segir Freyr og talar sérstaklega um einbeitingu leikmanna að sjálfum sér og liðinu. „Við í sambandinu er búin að undirbúa okkur vel og erum klár í slaginn. Þetta snýst um að einbeita okkur að okkur og ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi. Við megum ekki láta hótelið, klefana eða mögulega æfingaaðstöðu koma okkur úr jafnvægi verði eitthvað að. Við þurfum bara að bregðast við aðstæðum, sýna klókindi og gera vel úr því sem við höfum,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53 Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, og Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, eru í landsliðshóp Freys Alexanderssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017. Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi í gær. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis, og Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, detta úr hópnum. „Ferðalagið frá Bandaríkjunum þar sem Berglind er í skóla er nógu langt til Íslands þannig að okkur finnst of langt að hún ferðist þaðan og til Makedóníu. Guðrún fellur úr hópnum þar sem okkur vantar ekki svo marga varnarmenn í þessi verkefni,“ segir Freyr við Fréttablaðið um breytinguna. Guðmunda Brynja, sem hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár á að baki níu landsleiki og eitt mark en Svava Rós er nýliði. Hún var í byrjunarliði U23 árs liðs Íslands gegn Póllandi í byrjun árs og á að baki 24 leiki fyrir U19 og U17.Svava Rós kemur inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn.vísir/andri marinóTölfræðin að trufla Íslenska liðið var miklu betra en það hvítrússneska í fyrsta leik liðsins í undankeppninni sem vannst, 2-0. Þar vantaði sárlega upp á betri færanýtingu stelpnanna okkar, en miðað við yfirburðina úti á vellinum átti leikurinn að vinnast stærra. „Aðstoðarþjálfarinn minn, Ásmundur Haraldsson, er gamall framherji sem þekkir þetta og saman vinnum við í þessu. Þetta snýst allt um sjálfstraust hjá framherjum. Stelpurnar voru að koma sér í færi og gera allt rétt þannig að við munum nálgast þetta þannig að við vinnum með framherjana í verkefninu á þann hátt að þær fái sjálfstraust. Við viljum að þær viti hvað þær eigi að gera á vellinum og líði vel,“ segir Freyr. Aðalframherji liðsins núna er Harpa Þorsteinsdóttir, markavélin sem spilar með Stjörnunni. Þótt hún raði inn mörkum hér heima gengur henni ekki jafn vel í landsleikjum. Harpa hefur „aðeins“ skorað átta mörk í 52 leikjum með íslenska liðinu. „Þessi tölfræði er mögulega að trufla hana,“ segir Freyr. „Það er alveg eðlilegt því hún er framherji og vill skora og hafa tölfræðina flotta. Þetta hefur samt ekkert með gæði hennar að gera því hún er að fá færi og búa þau til sjálf og gera vel. Það er bara okkar að hjálpa henni. Við höfum fulla trú á Hörpu. Það vantar ekkert upp á það.“Íslenska stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni.vísir/vilhelmHalda sér í jafnvægi Freyr viðurkenndi á fundinum að lið Slóveníu hefði komið sér á óvart þegar hann sá það spila fyrsta leikinn í undankeppninni. Hann segir liðið það þriðja besta í riðlinum og lykilleik upp á framhaldið. Þessi ferð er mjög mikilvæg til að halda liðinu á fullu húsi. „Þetta mun reyna á okkur. Við erum búin að tala um ferðina og undirbúa okkur vel. Við höfum talað um að bera virðingu fyrir öllum verkefnum,“ segir Freyr og talar sérstaklega um einbeitingu leikmanna að sjálfum sér og liðinu. „Við í sambandinu er búin að undirbúa okkur vel og erum klár í slaginn. Þetta snýst um að einbeita okkur að okkur og ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi. Við megum ekki láta hótelið, klefana eða mögulega æfingaaðstöðu koma okkur úr jafnvægi verði eitthvað að. Við þurfum bara að bregðast við aðstæðum, sýna klókindi og gera vel úr því sem við höfum,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53 Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35