Innlent

Hæstiréttur sendir annan hælisleitanda til Ítalíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að senda skyldi hælisleitandann Idafe Onafe Oghene skuli vísað úr landi. Verður hann sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnareglunnar. Í síðustu viku fór Ólöf Nordal innanríkisráðherra fram á að beðið yrði með að senda tvö hælisleitendur til Ítalíu eftir að Hæstiréttur staðfesti brottvísun þeirra.

Í dómi héraðsdóms, sem hæstiréttur hefur nú staðfest, segir að ítölsk yfirvöld hafi samþykkt endurviðtöku Oghene á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og að af gögnum málsins megi ráða að ítölsk yfirvöld muni veita honum þá vernd sem alþjóðlega skuldbindingar á sviði mannréttina sem Ítalíu ber skylda til að veita.

Efasemdir hafa vaknað um að flóttamenn geti fengið réttláta málsmeðferð þar í landi vegna fjölda flóttamanna sem þar er. Ragnar Aðalsteinsson hrl. sagði í viðtali við Vísi eftir að tveimur hælisleitendum var vísað úr landi í síðustu viku að aðstæður þar í landi væru óviðunandi og að Hæstiréttur byggi mat á gögnum sem orðin væru úrelt.

Í kjölfar dómsins yfir hælisleitendunum tveimur kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar að hún hafi farið fram á að Útlendingastofnun myndi bíða með að senda hælisleitendur tvo til Ítalíu þar til búið væri að leggja almennt mat á mál þeirra á grundvelli reglna Schengen-ríkjanna.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×