Íslenski boltinn

Katrín til Stjörnunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín og Ana ásamt Einari Páli Tamini, formanni meistaraflokksráðs kvenna.
Katrín og Ana ásamt Einari Páli Tamini, formanni meistaraflokksráðs kvenna. mynd/heimasíða stjörnunnar
Katrín Ásbjörnsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við bikarmeistara Stjörnunnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Stjörnunnar.

Katrín, sem er 23 ára, kemur til Stjörnunnar frá Klepp í Noregi þar sem hún hefur leikið í sumar.

Katrín er uppalinn KR-ingur en hún gekk til liðs við Þór/KA eftir tímabilið 2011. Hún lék í þrjú ár á Akureyri og varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2012 en það tímabil skoraði hún 12 mörk í 17 deildarleikjum.

Katrín hefur leikið tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Þá hefur Níkaragvakonan Ana Victoria Cate skrifað undir nýjan eins árs samning við Stjörnuna. Ana, sem kom til Stjörnunnar frá FH fyrir tímabilið, reyndist Garðabæjarliðinu vel í sumar en hún lék 20 leiki í deild og bikar og skoraði fjögur mörk.

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zvezda 2005 á útivelli í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×