Mesta umferðarstappa í heimi Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 09:38 Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent
Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent