Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2015 11:30 Úr leik Giants og Falcons í gær. Vísir/Getty New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks NFL Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks
NFL Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira