Volkswagen loks í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 13:54 Keppnisbíll Red Bull liðsins í Formúlu 1. Sá orðrómur er á kreiki að Volkswagen ætli að kaupa Red Bull Racing liðið í Formúlu 1 að fullu og með því koma loks til leiks í þessari vinsælustu akstursíþróttagrein heims. Red Bull liðið sem vann Formúlu 1 fjögur ár í röð á árunum 2010 til 2013 hefur ekki gengið vel síðustu tvö keppnistímabil og er það að mestu kennt um Renault vélarnar sem í bílunum eru. Volkswagen mun að sjálfsögðu útvega vélar í Red Bull bílana ef fyrirtækið tekur yfir liðið. Heyrst hefur að samningar séu við það að takast um kaup Volkswagen á Red Bull liðinu. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen muni útvega vélar í bíla Toro Rosso liðsins og hugsanlega fleiri lið í Formúlu 1. Þessar vélar Volkswagen verða hinsvegar ekki tilbúnar fyrr en árið 2018 og því er líklegt talið að Red Bull muni treysta á aðrar vélar en frá Renault og hefur Ferrari verið nefnt í því sambandi. Ef austurríska drykkjarvörufyrirtækið Red Bull selur lið sitt til Volkswagen verður það samt áfram styrktaraðili liðsins líkt og í núverandi samstarfi við Volkswagen í WRC rallaksturskeppninni. Ef að Red Bull riftir vélarsamningi sínum við Renault, eins og allt stefnir í, hverfur Renault líklega af sjónarsviðinu í Formúlu 1, nema það endurheimti fyrrum hlut sinn í Lotus liðinu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent
Sá orðrómur er á kreiki að Volkswagen ætli að kaupa Red Bull Racing liðið í Formúlu 1 að fullu og með því koma loks til leiks í þessari vinsælustu akstursíþróttagrein heims. Red Bull liðið sem vann Formúlu 1 fjögur ár í röð á árunum 2010 til 2013 hefur ekki gengið vel síðustu tvö keppnistímabil og er það að mestu kennt um Renault vélarnar sem í bílunum eru. Volkswagen mun að sjálfsögðu útvega vélar í Red Bull bílana ef fyrirtækið tekur yfir liðið. Heyrst hefur að samningar séu við það að takast um kaup Volkswagen á Red Bull liðinu. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen muni útvega vélar í bíla Toro Rosso liðsins og hugsanlega fleiri lið í Formúlu 1. Þessar vélar Volkswagen verða hinsvegar ekki tilbúnar fyrr en árið 2018 og því er líklegt talið að Red Bull muni treysta á aðrar vélar en frá Renault og hefur Ferrari verið nefnt í því sambandi. Ef austurríska drykkjarvörufyrirtækið Red Bull selur lið sitt til Volkswagen verður það samt áfram styrktaraðili liðsins líkt og í núverandi samstarfi við Volkswagen í WRC rallaksturskeppninni. Ef að Red Bull riftir vélarsamningi sínum við Renault, eins og allt stefnir í, hverfur Renault líklega af sjónarsviðinu í Formúlu 1, nema það endurheimti fyrrum hlut sinn í Lotus liðinu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent