Mamma manneskjumenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2015 07:00 Í fjörutíu ár hefur mamma mín farið í vinnuna á kvöldin og á nóttinni. Um helgar og á páskunum. Á afmælinu mínu og þegar það er opið hús í skólanum. Við höfum haldið jól á öllum tímum og stundum fengið okkur snarl á miðnætti. Þegar mamma kemur heim úr vinnunni. Í vinnunni hjálpar hún alls konar fólki. Sem er veikt og hrætt. Ráðherrum og kennurum. Ógæfufólki og óperusöngvurum. Hún hjálpar þeim í föt og á klósettið. Að borða og þvo sér. Hlustar á áhyggjur þeirra. Klappar á öxlina og gerir grín til að létta lundina. Hún hughreystir áhyggjufulla aðstandendur. Segist ætla að hugsa vel um fólkið þeirra. Og hún breiðir yfir þá sem tapa baráttunni. Sjúkraliðar eru með þeim lægst settu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að launakjörum. Og virðingu. Spyrjið síðan þá sem hafa legið lengi á spítala. Hvaða starfsmenn snertu hjarta þeirra? Lét þeim líða eins og manneskjum þegar það var erfitt að muna það sjálfur? Vissuð þið að sjúkraliðastarfið er það starf sem þykir einna ólíklegast til að verða sjálfvirkt og unnið af vélmennum í framtíðinni? Það er af því að tölvur geta ekki sýnt hluttekningu. Eru ekki mannlegar. Með aukinni tölvuvæðingu getur verið að sjúkraliðastarfið verði æðislega smart og eftirsótt. Og þá mun koma í ljós að þetta starf er svo sannarlega ekki á allra færi. En sú viðurkenning er fjarri lagi í dag. Þess vegna þurfa sjúkraliðar enn einu sinni að beita hörðu og stefna á verkfall í október. Og ég sem hef bölvað spítalanum fyrir að láta mömmu vinna of mikið á yfirfullum deildum, verið abbó út í sjúklinga þegar mig langar að hafa hana hjá mér og hringt milljón sinnum á deildina til að heyra aðeins í henni röddina – styð þessa manneskjustétt af öllu hjarta. Því þegar ég verð lasin á spítala vil ég hafa mömmu hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um "tæknilegt atvinnuleysi“. 20. september 2015 10:34 Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. 20. september 2015 19:59 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í fjörutíu ár hefur mamma mín farið í vinnuna á kvöldin og á nóttinni. Um helgar og á páskunum. Á afmælinu mínu og þegar það er opið hús í skólanum. Við höfum haldið jól á öllum tímum og stundum fengið okkur snarl á miðnætti. Þegar mamma kemur heim úr vinnunni. Í vinnunni hjálpar hún alls konar fólki. Sem er veikt og hrætt. Ráðherrum og kennurum. Ógæfufólki og óperusöngvurum. Hún hjálpar þeim í föt og á klósettið. Að borða og þvo sér. Hlustar á áhyggjur þeirra. Klappar á öxlina og gerir grín til að létta lundina. Hún hughreystir áhyggjufulla aðstandendur. Segist ætla að hugsa vel um fólkið þeirra. Og hún breiðir yfir þá sem tapa baráttunni. Sjúkraliðar eru með þeim lægst settu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að launakjörum. Og virðingu. Spyrjið síðan þá sem hafa legið lengi á spítala. Hvaða starfsmenn snertu hjarta þeirra? Lét þeim líða eins og manneskjum þegar það var erfitt að muna það sjálfur? Vissuð þið að sjúkraliðastarfið er það starf sem þykir einna ólíklegast til að verða sjálfvirkt og unnið af vélmennum í framtíðinni? Það er af því að tölvur geta ekki sýnt hluttekningu. Eru ekki mannlegar. Með aukinni tölvuvæðingu getur verið að sjúkraliðastarfið verði æðislega smart og eftirsótt. Og þá mun koma í ljós að þetta starf er svo sannarlega ekki á allra færi. En sú viðurkenning er fjarri lagi í dag. Þess vegna þurfa sjúkraliðar enn einu sinni að beita hörðu og stefna á verkfall í október. Og ég sem hef bölvað spítalanum fyrir að láta mömmu vinna of mikið á yfirfullum deildum, verið abbó út í sjúklinga þegar mig langar að hafa hana hjá mér og hringt milljón sinnum á deildina til að heyra aðeins í henni röddina – styð þessa manneskjustétt af öllu hjarta. Því þegar ég verð lasin á spítala vil ég hafa mömmu hjá mér.
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um "tæknilegt atvinnuleysi“. 20. september 2015 10:34
Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. 20. september 2015 19:59
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun