Hefur unnið að handritinu í fimm ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Tómas segir að þetta sé gamall draumur að verða að veruleika. Vísir/Stefán Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“ Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira