Hefur unnið að handritinu í fimm ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Tómas segir að þetta sé gamall draumur að verða að veruleika. Vísir/Stefán Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“ Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira