Yogi „Jógi Björn“ Berra er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 08:15 Jógi og Jógi. vísir/getty Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla. Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sjá meira
Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sjá meira