Ertu með hugmynd sem kemur þér á kortið? Rikka skrifar 28. september 2015 11:00 Hefurðu lent í því að fá frábæra hugmynd sem þú annaðhvort gleymir eða nær ekki flugi vegna þess einfaldlega að hún er ekki nægilega útpæld? Sjálf fæ ég fullt af slíkum hugmyndum, sumar fara í framkvæmd og aðrar ætla ég svo að geyma til betri tíma. Þegar tíminn er svo kominn þar sem rétt umhverfi hefur myndast fyrir hugmyndina, þá er ég búin að gleyma henni eða komin með hugann eitthvert annað. Töluvert margar góðar hugmyndir fara nefnilega í vaskinn sem annars gætu nýst þér eða umhverfi þínu vel. Ég hef stundum notað svokallað hugarkort til þess að halda utan um hugmyndir mínar og finnst það frábær leið til þess að „brainstorma“. Hugarkort eru einmitt til þess gerð en einnig til margs annars nýt. Áður fyrr átti ég það til að teikna upp mín eigin hugarkort en núna er öldin önnur og tæknin búin að útbúa fyrir okkur einfaldari leiðir í tölvunni sem og símanum. Hugarkort mætti segja að væri myndræn uppsetning á hugmynd eða verkefni, þá er hugmyndin skrifuð í miðjuna og út frá henni koma greinar, eins og frá tré eða taugakerfi. Greinarnar geta verið eins margar og þú vilt, ein gæti verið um framtíð hugmyndarinnar og markmið, þar undir gætirðu sett nokkrar greinar sem geyma tímaramma. Önnur grein gæti verið innblástur og undir henni gætu verið greinar sem geyma innblástur í formi tengla frá heimasíðum eða orð sem minna þig á eitthvað sem hvetur þig áfram. Sú þriðja gæti verið í formi lausna, ef verkefnið þarfnast þess, þá gætirðu verið með undirgreinar sem hver og ein geymir hugmynd að lausn. Það er hreint og beint hollt og gott að búa til litríkt hugarkort og hjálpar það til við að koma hugmynd eða verkefni á hærra stig. Rannsóknir sýna líka að gerð hugarkorta styrkir einbeitingu og hugarfari gagnvart verkefnum. Ég hvet þig því til þess, kæri lesandi, að kynna þér málið og prófa þig áfram. Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hefurðu lent í því að fá frábæra hugmynd sem þú annaðhvort gleymir eða nær ekki flugi vegna þess einfaldlega að hún er ekki nægilega útpæld? Sjálf fæ ég fullt af slíkum hugmyndum, sumar fara í framkvæmd og aðrar ætla ég svo að geyma til betri tíma. Þegar tíminn er svo kominn þar sem rétt umhverfi hefur myndast fyrir hugmyndina, þá er ég búin að gleyma henni eða komin með hugann eitthvert annað. Töluvert margar góðar hugmyndir fara nefnilega í vaskinn sem annars gætu nýst þér eða umhverfi þínu vel. Ég hef stundum notað svokallað hugarkort til þess að halda utan um hugmyndir mínar og finnst það frábær leið til þess að „brainstorma“. Hugarkort eru einmitt til þess gerð en einnig til margs annars nýt. Áður fyrr átti ég það til að teikna upp mín eigin hugarkort en núna er öldin önnur og tæknin búin að útbúa fyrir okkur einfaldari leiðir í tölvunni sem og símanum. Hugarkort mætti segja að væri myndræn uppsetning á hugmynd eða verkefni, þá er hugmyndin skrifuð í miðjuna og út frá henni koma greinar, eins og frá tré eða taugakerfi. Greinarnar geta verið eins margar og þú vilt, ein gæti verið um framtíð hugmyndarinnar og markmið, þar undir gætirðu sett nokkrar greinar sem geyma tímaramma. Önnur grein gæti verið innblástur og undir henni gætu verið greinar sem geyma innblástur í formi tengla frá heimasíðum eða orð sem minna þig á eitthvað sem hvetur þig áfram. Sú þriðja gæti verið í formi lausna, ef verkefnið þarfnast þess, þá gætirðu verið með undirgreinar sem hver og ein geymir hugmynd að lausn. Það er hreint og beint hollt og gott að búa til litríkt hugarkort og hjálpar það til við að koma hugmynd eða verkefni á hærra stig. Rannsóknir sýna líka að gerð hugarkorta styrkir einbeitingu og hugarfari gagnvart verkefnum. Ég hvet þig því til þess, kæri lesandi, að kynna þér málið og prófa þig áfram.
Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira